Ekki er útilokað að landsliðsmaðurinn Andri Már Rúnarsson skrifi undir samning við þýska 1. deildarliðið HC Erlangen í dag eða á morgun. Samkvæmt fregnum handball-world þá hefur Erlangen náð samkomulagi við SC DHfK Leipzig um kaup á Andra Má.
Andri Már mun hafa komið til Erlangen í Nürnberg í gær. Þar af leiðandi er talið aðeins séu formsatriði hvenær tilkynnt verður að samkomulag hafi náðst á milli félaganna um kaupin og síðan um samning á milli Andra Más og HC Erlangen. Fyrir hjá Erlangen er Viggó Kristjánsson landsliðsmaður sem kom til liðsins í upphafi ársins, einnig frá Leipzig.
Eins og handbolti.is sagði frá í gærmorgun samkvæmt fregn SportBild þá vilji Leipzig frá 100 þúsund evrur fyrir Andra Má sem á ár eftir af samningi sínum við félagið.
Eins og komið hefur fram í fréttum síðustu vikur þá kærir Andri Már sig ekki um að vera lengur í herbúðum Leipzig eftir að föður hans, Rúnari Sigtryggssyni, var sagt upp starfi þjálfara í júní.