„Það er mjög skrýtið að koma heima og spila á móti vinkonum mínum,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir landsliðskona og leikmaður þýska liðsins Blomberg-Lippe við handbolta.is í kvöld eftir viðureign Vals og þýska liðsins í forkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik. Elín Rósa lék í kvöld í fyrsta sinn á útivelli í Evrópukeppni með Blomberg-Lippe og hrein tilviljun réði því að leikurinn fór fram á heimavelli Vals, þeim sama og Elín Rósa fagnaði sigri í Evrópubikarkeppninni í maí með þáverandi samherjum í Val.
„Það var sérstakt að mæta þeim í Þýskalandi fyrir viku en enn skrýtnara að koma hingað og leika gegn þeim og vera á móti þeim bæði í upphitun og í leiknum, vera andstæðingur á þessum stað þar sem ég þekki alla,“ sagði Elín Rósa.
Leiknum í kvöld lauk með jafntefli, 22:22, en Blomberg-Lippe vann fyrri viðureignina með 13 marka mun, 37:24, og fór þar af leiðandi áfram. Elín Rósa sagði það hafa verið erfitt að gíra sig upp í leikinn verandi með mikið forskot eftir fyrri leikinn ytra. „Við vorum pínulítið andlausar og hefðum tvímælalaust átt að gera betur.
Lengra viðtal við Elínu Rósu er í myndskeiði ofar í þessari frétt.
Þetta var bara alls ekki nógu gott
Okkur tókst að sýna okkar rétta andlit





