- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skylduverkinu er lokið

Leikmenn íslenska landsliðiðsins þakka stuðningsmönnum fyrir leikinn í dag. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla lauk verkefni sínu í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í dag með níu marka sigri á landsliði Argentínu, 30:21. Staðan í hálfleik var 15:10 Íslandi í vil eftir erfiðar fyrstu 20 mínútur. Þar með verður að bíða næstu tveggja leikja í riðlinum í síðdegis og í kvöld með von um að annað hvort Egyptaland eða Króatía tapi stigi í leikjum sínum. Gerist það ekki fer íslenska landsliðið heim í fyrramálið, hefur lokið keppni.


Framan af fyrri hálfleik var leikurinn hægur og þungur. Argentínumenn léku langar sóknir. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel frá byrjun og sá til þess að íslenska liðið var inni í leiknum. Eftir leikhlé um miðjan fyrri hálfleik lifnaði yfir sóknarleik íslenska liðsins. Hann var hraðari og við það opnaðist vörn Argentínumanna. Íslenska liðið náði þriggja marka forskoti, 12:9. Eftir það ógnuðu Argentínumenn ekki.

Fyrsu 10 mínútur síðari hálfleiks voru mjög góðar í sóknarleik íslenska liðsins. Þá náðist 10 marka forskot sem hélst meira og minna út allan leikinn.

Varnarleikurinn var góður allan leikinn. Einar Þorsteinn Ólafsson lék töluvert og stóð sig vel. Viktor Gísli var afar góður í markinu, ekki síst í fyrri hálfleik. Janus Daði Smárason fór á kostum fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks í sókninni. Hann skipti síðan út af.

Allir leikmenn íslenska liðsins fengu tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Óhætt er að segja að þeim hafi tekist misjafnlega upp.

Annars var um skylduverkefni að ræða, hvort munurinn var eitt mark eða 20 í leikslok skipti ekki öllu máli.


Mörk Íslands: Óðinn Þór Ríkharðsson 7/1, Viggó Kristjánsson 4/1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Orri Freyr Þorkelsson 4, Janus Daði Smárason 3, Elliði Snær Viðarsson 2, Ýmir Örn Gíslason 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Viktor Gísli Hallgrímsson 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 14, 41,2%- Björgvin Páll Gústavsson 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Handbolti.is var í Zagreb Arena og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -