- Auglýsing -
- Auglýsing -

Slæmt tap hjá Oddi og samherjum

Oddur Gretarsson leikmaður Balingen. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

Oddur Gretarsson og félagar töpuðu mikilvægum leik og þar af leiðandi tveimur stigum er þeir urðu að játa sig sigraða, 27:22, fyrir Ludwigshafen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Þar með munar aðeins einu stigi á liðunum þegar sex umferðir eru eftir. Balingen er í 16. sæti en Ludwigshafen í sætinu fyrir neðan því sautjánda en liðin í sautjánda, átjánda, nítjánda og tuttugasta falla úr þýsku 1. deildinni í lok keppnistímabilsins. Staðan í deildinni er birt neðst í greininni.

Oddur var markahæstur hjá Balingen með fjögur mörk en því miður voru leikmenn Ludwigshafen sterkari að þessu sinni, ekki síst þegar á leikinn leið.


Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar í MT Melsungen mjökuðust aðeins ofar í stöðutöflunni þegar þeir unnu tvö stig í heimsókn sinni til Coburg, lokatölur, 30:25. Þar með náði Melsungenliðið að hefna fyrir tap fyrr í vetur. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark í leiknum fyrir Melsungen.


Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá Lemgo ásamt Andreas Cederholm með fimm mörk þegar Lemgo tapaði með 11 marka mun fyrir Flensburg á heimavelli. Bjarki Már skoraði öll sín mörk í dag af vítapunktinum. Alexander Petersson skoraði ekki mark fyrir Flensburg en liðið er stigi á eftir Kiel sem burstaði Tusem Essen, 37:25.


Gunnar Steinn Jónsson og samherjar í Göppingen töpuðu fyrir Leipzig á heimavelli, 33:30. Gunnar var ekki á meðal þeirra sem skoruðu fyrir Göppingen í leiknum. Janus Daði Smárason er ennþá frá keppni vegna axlarmeiðsla og aðgerðar sem hann gekkst undir vegna þeirra.


Loks vann Füchse Berlin liðsmenn Erlangen, 30:22, á heimavelli.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -