- Auglýsing -
- Auglýsing -

Slapp betur en áhorfðist

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Stuttgart. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson virðist hafa sloppið betur en í fyrstu var óttast við mjög alvarleg meiðsli á hægri ökkla. Viggó varð fyrir meiðslum átta mínútum fyrir leikslok gegn Frökkum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gær eftir að hafa farið á kostum og m.a. skoraði sjö mörk.

Eftir leikinn í gærkvöld var ekki hægt að segja til um hversu alvarleg meiðsli væri um að ræða.


Elís Þór Rafnsson, annar sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins, sagði við handbolta.is í Kaíró í dag og ekkert hafi brotnað í ökklanum og svo virðist sem liðbönd og festingar hafi ekki gefið sig. Reikna má með að Viggó verði frá keppni um skeið, nokkrar vikur. Elís Þór vildi ekki fullyrða neitt í þeim efnum en sagði þó fullvíst að Viggó taki ekki þátt í leik íslenska landsliðsins annað kvöld á heimsmeistaramótinu, gegn Noregi.

Snör handtök læknis og sjúkraþjálfara íslenska landsliðsins komu í veg fyrir að miklar bólgur eru í ökklanum. Með aðstoð gat Viggó farið með íslenska hópnum að píramídunum á Giza-sléttunni í morgun.
 
Viggó hefur skoraði 18 mörk á heimsmeistaramótinu í fimm leikjum. Hann er næst markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar og sá markahæsti þegar litið er til fjölda marka að jafnaði í leik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -