- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sláum þá ekki aftur út af laginu

Finnur Ingi Stefánsson, hinn reyndi hornamaður Vals. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Upphafskaflinn okkar var mjög góður. Áræðnin var mikil og kom okkur í mjög góða stöðu snemma í leiknum,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson leikmaður Vals í samtali við handbolta.is eftir stórsigur liðsins á ÍBV í fyrsta úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla í Origohöllinni í gærkvöld, 35:25. Finnur Ingi var markahæstur í Valsliðinu ásamt Stiven Tobar Valencia. Þeir skoruðu sex mörk hvor.


„Maður bjóst alltaf við því að Eyjamenn kæmu til baka í fyrri hálfleik en sú varð ekki raunin. Fyrir vikið var staða okkur þægileg að loknum fyrri hálfleik þegar við vorum með 13 marka forskot, 22:9,“ sagði Finnur Ingi ennfremur.


„Síðari hálfleikur var svolítið þannig að hann þurfti að klárast. Svo lengi sem við héldum okkar striki þá var erfitt fyrir Eyjamenn að snúa við taflinu.“

Höfum vonandi slegið tóninn

Finnur Ingi sagði að vonandi hafi tónninn verið sleginn með þessum leik af hálfu Valsliðsins sem enn þarf tvo sigra til að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.


„Þessi sigur gefur okkur þó ekkert annað en einn vinning. Næst stendur fyrir dyrum að fara til Eyja og leika þar á sunudaginn þar sem fastar verður leikið en að þessu sinni. Til viðbótar þá reikna ég ekki með að okkur takist að slá leikmenn ÍBV aftur út af laginu í byrjun leiksins,“ sagði Finnur Ingi sem vildi ekki taka djúpt í árinni þegar hann var spurður hvort ekki væri ástæða til þess að óttast þá hörku sem hafi verið í leiknum í gær og vænta megi á sunnudaginn.

Dómararnir eiga að draga línuna

„Það var svolítil harka í síðari hálfleik í kvöld. Segja má að það sé í lagi að menn takist aðeins á meðan ekki er gengið svo langt að menn slasist. Bæði lið eru föst fyrir. Það kemur hvorugu liði á óvart. Síðan er það dómaranna að draga línuna,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson hinn reyndi leikmaður Vals í samtali við handbolta.is Origohöllinni í gærkvöld.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -