- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sló í bakseglið hjá Darra – hittir lækni eftir helgi

Darri Aronsson er kominn inn á beinu brautina og leikur senn fyrsta leikinn með US Ivry. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Því miður sló í bakseglið hjá handknattleiksmanninum Darra Aronssyni á dögunum svo óvíst er hversu lengi hann verður frá keppni til viðbótar. Darri ristarbrotnaði um miðjan júlí rétt áður en hann fór til franska liðsins US Ivry og hefur síðan verið að jafna sig. Um þessar mundir er staðan sú að Darri er aftur kominn með spelku um ristina og hækjur sér til stuðnings.

Fann smell í ristinni

„Daginn sem ég átti að byrja að æfa handbolta með liðinu fann ég smell í ristinni þegar ég var að hita upp með sjúkraþjálfara liðsins. Fóturinn bólgnaði svo ég er aftur kominn í spelku og geng við hækjur,“ sagði Darri við handbolta.is í dag.


Vonir stóðu til að Darri gæti leikið sinn fyrsta leik með franska 1. deildarliðinu Ivry á morgun enda virtist allt vera á réttri leið.

Aðgerð er ekki útlokuð

„Ég hitti bæklunarlækni á mánudaginn. Þá kemur í ljós hvort það er í lagi með fótinn eða ekki og ég verð að fara í aðgerð og láta negla ristina. Ef ég þarf að fara í aðgerð verð ég frá keppni i tvo til þrjá mánuði til viðbótar. Þetta kemur allt í ljós á mánudaginn. Vonandi er ekki um brot að ræða,“ sagði Darri.


Tveggja til þriggja mánaða fjarvera þýddi að Darri yrði ekki með Ivry fyrr en í febrúar þegar keppni hefst aftur í frönsku deildinni eftir heimsmeistaramót landsliða.


Þegar Darri brotnaði í sumar var það mat lækna á vegum Ivryliðsins að ekki væri ástæða til þess að negla brotið saman.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -