- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sló lán hjá foreldrum sínum til að halda meistaraliðinu á floti

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Í samtali við VG í Noregi viðurkennir Jostein Sivertsen, sem sér um dags daglegan rekstur meistaraliðsins Kolstad, að hann hafi fengið lán hjá félagi í eigu foreldra sinna um síðustu áramót svo Kolstad gæti mætt lágmarkskröfum norska handknattleikssambandsins um eiginfjárstöðu. Lánið, eða ábyrgðin, nam tveimur milljónum norskra króna, jafnvirði nærri 26 milljónum íslenskra. Með milljónirnar upp á vasann náði Kolstad að uppfylla kröfur og ljúka tímabilinu án athugasemda.

Boginn hefur verið spenntur

Eins og komið hefur fram í fregnum síðustu daga, m.a. á handbolti.is þá er rekstur norska meistaraliðsins Kolstad þungur. M.a. hefur verið farið fram á að leikmenn liðsins taki á sig 20 til 30% launlækkun á næstu tveimur árum meðan freistað er að ná endum saman. Tekjur hafa verið talsvert undir væntingum auk þess sem ljóst er að boginn hefur verið hressilega spenntur á útgjaldahliðinni. M.a. hefur félagið rakað til sín norskum landsliðsmönnum auk íslensku landsliðsmannanna Janusar Daða Smárasonar og Sigvalda Björns Guðjónssonar.

Bjartsýnn þrátt fyrir allt

Þrátt fyrir erfiða stöðu þá horfir Sivertsen bjartsýnn fram á veginn með betri tíð og blóm í haga. Vöxtur félagsins sé og hafi verið mikill og því fylgi vaxtarverkir auk þess sem ytra umhverfi hafi ekki verið hagstætt og fyrirtæki haldið að sér höndum. Árið 2021 var velta félagsins 14 milljónir norskra króna en gert er ráð fyrir að hún verði 80 milljónir á þessu ári, eða sem nemur rétt ríflega einum milljarðri íslenskra króna.

Skuldar bónusa

Norskra dagblaðið Nidaros í Þrándheimi sagði frá því í morgun að Kolstad skuldi öllum leikmönnum bónusgreiðslur fyrir titlana þrjá sem unnust á síðasta tímabili.

Nýjasta stjarna Kolstad, Sander Sagosen, sem kom til félagsins um mánaðarmótin segist ætla að standa við bakið á félaginu þótt hann verði að taka á sig talsverða launalækkun. Hann hafi ekki stundað handknattleik peninganna vegna.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -