- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Slökuðu aldrei á – héldu alltaf áfram að sækja

FH-ingarnir Jón Bjarni Ólafsson og Aron Pálmarsson náðu einstaklega vel saman í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

„Ég vil hrósa mínum mönnum fyrir að halda einbeitingu og slaka aldrei, halda alltaf áfram að sækja sigurinn,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH í samtali við handbolta.is í kvöld eftir þriggja marka sigur á Haukum, 32:29, í frábærum Hafnarfjarðarslag á Ásvöllum í kvöld. FH-ingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14, og náðu mest fimm marka forskoti um miðjan síðari hálfleikinn.


„Fyrri hálfleikurinn var góður hjá okkur en mér fannst vanta eitthvað extra og það komu strákarnir með inn í síðari hálfleikinn,“ sagði Sigursteinn ennfremur en lið hans er komið í efsta sæti Olísdeildar karla með 15 stig, er stigi á undan Val sem leikur annað kvöld.

„Við náðum að dreifa álaginu mjög vel á milli leikmanna frá upphafi til enda. Fyrir vikið vorum við alltaf með ferska leikmenn inni á leikvellinum,“ sagði Sigursteinn sem náði að spila afar vel úr sínu liði að þessu sinni.

Aron og Jón Bjarni frábærir

Aron Pálmarsson fór hamförum í leiknum. Hann átti 16 sköpuð færi auk þess að skora fimm mörk, þar á meðal 31. markið sem segja má að hafi innsiglað sigurinn einni mínútu fyrir leikslok, 31:28. Hann átti fjölda línusendinga á Jón Bjarna Ólafsson sem var annar maður sem fór á kostum í liði FH að þessu sinni. Jón Bjarni skoraði 10 mörk í 11 skotum.

„Aron spilaði frábærlega en ég ætla ekki að taka hann sérstaklega út úr FH-liðinu í kvöld. Allt liðið lék mjög vel. Auðvitað nutu margir samherjar Arons góðs af stórleik hans að þessu sinni,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH hress að leikslokum á Ásvöllum í kvöld.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Árni Bragi skoraði 12 mörk nyrðra – Aron og Jón Bjarni léku á oddi alsins

HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -