- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Slóvenar lögðu Angólabúa í sveifluleik í Stafangri

Dragan Adzic landsliðsþjálfari Slóveníu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Slóvenía vann Angóla í riðli Íslendinga á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í dag með sex marka mun, 30:24. Þeir voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. Þar með er ljóst að Slóvenía verður eitt þriggja liða úr D-riðli sem tekur sæti í milliriðlakeppninni. Angóla verður að bíða þangað til á mánudaginn eftir leiknum við íslenska landsliðið til þess að vita hvort liðið fer annað sinn í röð í keppnina um forsetabikarinn í Fredrikshavn eða í milliriðlakeppni í Þrándheimi.


Miklar sveiflur voru í leiknum í DNB Arena í dag. Angóla byrjaði vel og var yfir, 5:3, áður en Slóvenar tóku öll völd á leikvellinum og komust m.a. yfir, 14:8, rétt fyrir hálfleiki. Angólabúar skoruðu þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks, 14:11.

Fram eftir öllum síðari hálfleik var viðureignin í járnum. Slóvenar voru sterkari á síðustu 10 mínútunum og unnu sannfærandi sigur með sömu markatölu og þeir unnu íslenska landsliðið í fyrradag.

Alja Varagić skoraði fimm mörk fyrir slóvenska landsliðið og Tjaša Stanko, Nataša Ljepoja og Ana Abina skoruðu fjögur mörk hver. Isabel Evelize Wangimba Guialo var markahæst hjá Angóla með sex mörk. Azenaide Danila José Carlos var næst með fimm mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -