- Auglýsing -
- Auglýsing -

Slóvenar þvertaka fyrir pizzupöntun – ekkert að matnum segir IHF

Enn er þjarkað um af hvaða völdum landslið Slóvena veiktist á HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Magakveisan og uppköstin sem hrjáðu landslið Slóvena hefur dregið athyglina frá flestu öðru á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gær og í dag. Slóvenar þvertaka fyrir að hafa pantað bjór eða mat frá veitingastað utan hótelsins sem liðið bjó á.


Nokkrir halda því fram að hópur Slóvena hafi pantað pizzur og einnig talsvert magn af bjór af veitingastað utan hótelsins. Forráðamenn slóvenska handknattleikssambandsins segja það þvælu. Myndir eru sagðar til sem sanna að pizzurnar og bjórinn kom á hótelið en hvort pöntunin var gerð á vegum hóps leikmanna eða á vegum forráðamanna slóvenska liðsins er ekki jafnljóst.
Einnig hefur verið greint frá að leikmenn hafi pantað mat inn á herbergi beint úr eldhúsi hótelsins.
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur rannsakað málið ásamt heilbrigðisyfirvöldum í Kaíró. Þeirra niðurstaða er að ekkert virðist hafa verið athugavert við matinn í hlaðborðinu sem Slóvenum stóð til boða þetta kvöld. Landslið Hvít-Rússland hafi allt borðað mat af sama hlaðborði og ekki orðið meint af.

IHF segir einnig að Slóvenum hafi verið boðin læknishjálp bæði á hótelinu og eins að leikmenn væru fluttir á sjúkahús til rannsóknar. Hvort tveggja hafi verið afþakkað af forráðamönnum landsliðs Slóvena, þar á meðal lækni liðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -