- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Slóvenar verða með á ÓL í fyrsta sinn

Leikmenn slóvenska landsliðsins fagna sæti á Ólympíuleikunum í sumar eftir sigur á Svartfellingum í Þýskalandi í gær. Ljósmynd/IHF
- Auglýsing -

Slóvenska kvennalandsliðið í handknattleik braut blað í sögu sinni í gær þegar það tryggði sér í fyrsta sinn í sögunni farseðil á Ólympíuleika. Slóvenska landsliðið vann Svartfellinga, 30:26, í 3. og síðustu umferð forkeppnisriðils sem leikinn var í Neu-Ulm í suður Þýskalandi. Um var að ræða hreinan úrslitaleik um sætið góða.

Svartfellingar sátu eftir með sárt ennið eftir að hafa verið með á þrennum síðustu leikjum. Auk Slóvena þá komst þýska landsliðið einnig áfram úr forkeppnisriðli þrjú.

Þjóðverjar eru einnig kátir en var þetta í fyrsta sinn í 16 ár sem kvennalandsliðið tryggir sér sæti á Ólympíuleikum. Paragvæ var fjórða liðið í riðlinum. Það tapaði öllum sínum leikjum með miklum mun.

Einnig komust Ungverjar, Svíar, Spánverjar og Hollendingar inn á leikana úr hinum forkeppnisriðlunum tveimur sem fóru fram í Ungverjalandi og á Spáni.

Þar með er ljóst hvaða 24 landslið taka þátt í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar:

  • Í kvennaflokki taka þátt: Frakkland, Noregur, Danmörk, Suður Kórea, Brasilía, Angóla, Ungverjaland, Svíþjóð, Holland, Spánn, Þýskaland og Slóvenía.
  • Í karlaflokki taka þátt: Frakkland, Danmörk, Japan, Argentína, Egyptaland, Svíþjóð, Spánn, Slóvenía, Króatía, Þýskaland, Noregur og Ungverjaland.
  • Dregið verður í riðla í París á morgun, þriðjudag.

Sjá einnig:
Forkeppni ÓL24, kvenna: úrslit – lokastaðan
Forkeppni handknattleikskeppni karla fór fram 14. til 17. mars.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -