- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Smáatriðin hafa ekki fallið með okkur

- Auglýsing -

„Þetta var fínn leikur í seinni hálfleik en því miður varð þetta stöngin út hjá okkur í restina,“ sagði Haukur Ingi Hauksson einn leikmanna 20 ára landsliðsins í samtali við handbolta.is eftir þriggja marka tap landsliðsins fyrir Svíum í krossspili um sæti fimm til átta á Evrópumótinu í Slóveníu í dag, 30:27.

Eftir erfiðan fyrri hálfleik þá vann íslenska liðið sig inn í leikinn í síðari hálfleik, ekki síst með góðum varnarleik sem sló sænska liðið út af laginu. Við það jafnaðist leikurinn en því miður voru heilladísirnar ekki með íslenska liðinu á síðustu fimm mínútunum.

„Við lékum fantagóða fimm einn vörn, stemningin var með okkur en því miður þá féllu nokkrir dómar með Svíum. Smærri atriði féllu ekki með okkur eins og verið hefur á mótinu,“ sagði Haukur sem kom hvergi banginn til leiks í fyrri hálfleik, jafnt í vörn sem sókn. M.a. skoraði HK-ingurinn tvö mörk með bylmingsskotum gegn afar góðum markverði sænska liðsins, Arvid Skoog.

„Það hefur ef til vill verið munurinn á okkur og öðrum liðum mótinu að smáatriðin hafa ekki fallið með okkur,“ sagði Haukur Ingi Hauksson einn leikmanna U20 ára landsliðsins léttur, ljúfur og kátur í samtali við handbolta.is í dag.

Lengra viðtal er við Hauk Inga í myndskeiði efst í fréttinni.

„Ég vista þetta inn á símann“

Okkur þykir alltaf gaman að leika við Norðmenn

EMU20 karla: Leikir, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Frábær síðari hálfleikur nægði ekki – Ísland mætir Noregi

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -