- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Sneri sig á ökkla sama dag og Snorri hringdi

Andri Már Rúnarsson á hraðferð fram völlinn á HM 21 árs landsliða í sumar. Mynd/IHF/Jozo Cabraja
- Auglýsing -

Andri Már Rúnarsson, sem valinn var í landsliðshópinn í handknattleik karla í byrjun vikunnar er meiddur en Rúnar Sigtryggsson faðir Rúnars og þjálfari Leipzig þar sem Andri Már leikur með segir í samtali við Handkastið að hann vonast til að Andri Már geti spilað á morgun þegar Leipzig mætir Füchse Berlín í síðasta leik ársins.

Hefur ekki gengið

„Á sama tíma og Snorri hringdi í hann og tilkynnti honum að hann væri í hópnum þá sneri hann sig í bikarleik gegn Melsungen. Hann hefur verið að reyna að taka þátt í síðustu tveimur leikjum en það hefur ekki gengið,“ segir Rúnar í samtali við Handkastið sem var að gefa út nýjan þátt.

„Það lítur hinsvegar alltaf betur og betur út með hverjum deginum. Ég reikna með honum inná vellinum á móti Fuchse Berlin á morgun,“ segir Rúnar ennfremur.

Passar inn í hraðann bolta

Kom það Rúnari á óvart að sonurinn hafi verið valinn í 20 manna hópinn?

„Ekkert frekar, þetta fer eftir því hvernig handbolta þú vilt spila. Ég held að Andri passi inn í hraðan bolta.“

Ítarlegt viðtal er við Rúnar í nýjasta þætti Handkastsins sem er m.a. að finna hér fyrir neðan. Þar hitar Rúnar upp fyrir EM.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -