- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Snorri Steinn hefur valið 20 til æfinga – 18 fara á EM

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik hefur valið æfinga- og keppnishóp fyrir Evrópumótið í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi í næst mánuði. Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður 12. janúar. EM hefst 10. janúar í Düsseldorf með tveimur leikjum, m.a. viðureign Þýskalands og Sviss.

Einn nýliði er í hópnum, Andri Már Rúnarsson leikmaður Leipzig. Andri var burðarás í 21 árs landsliðinu sem hafnaði í 3. sæti heimsmeitsaramóti sem fram fór í sumar.

Snorri Steinn valdi 20 leikmenn til æfinga en ætlar að taka 18 leikmenn með á Evrópumótið. Vafi leikur um einn mann, Elvar Örn Jónson, sem glímir við meiðsli.

Á blaðamannafundi fyrir stundu sagði að Snorri Steinn að hann ætlaði að bíða í lengstu lög með að skera með hópinn niður um tvo.

Landsliðið fer út 5. janúar og leikur tvo æfingaleiki við landslið Austurríkis 6. og 8. janúar í Vínarborg og Linz.


Markverðir: (leikir/mörk)
Björgvin Páll Gústavsson, Val (258/21).
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94).
Andri Már Rúnarsson, SC DHfK Leipzig Handball (0/0).
Aron Pálmarsson, FH (168/644).
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (105/365).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0).
Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (37/68).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113).
Haukar Þrastarson, Barlinek Industria Kielce (23/28).
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114).
Kristján Örn Kristjánsson (Donni), PAUC (29/60)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/354).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (63/172).
Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6).
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig Handball (44/114).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu (3/1).
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (76/3).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -