- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Snorri Steinn hefur valið 35 manna hóp fyrir HM

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðþjálfari karla í handknattleik hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina til þátttöku á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Króatíu, Danmörku og Noregi í janúar. Íslenska landsliðið leikur í Zagreb í Króatíu og verður í riðli með Slóvenum, Grænhöfðaeyingum og Kúbumönnum. Fyrsti leikurin verður 16. janúar við landslið Grænhöfðaeyja.


Leikmönnum er raðað í stafrófsröð eftir leikstöðum á listanum hér að neðan.

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (52/3).
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (273/24).
Daníel Freyr Andrésson, FH (2/0).
Ísak Steinsson, Drammen (0/0).
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock (60/1).

Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Veszprém (118/401).
Dagur Gautason, ØIF Arendal (0/0).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (16/41).
Stiven Tobar Valencia, Benfica (17/18).

Vinstri skytta:
Andri Már Rúnarsson, Leipzig (2/0).
Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674).
Daníel Þór Ingason, Balingen Weilstetten (39/11).
Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (21/24).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (79/183).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (5/10).

Leikstjórnendur:
Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad (3/0).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (62/139).
Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (35/50).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (86/146).
Reynir Þór Stefánsson, Fram (0/0).

Hægri skytta:
Arnór Snær Óskarsson, Rhein-Neckar Löwen (2/0).
Jóhannes Berg Andrason, FH (0/0).
Kristján Örn Kristjánsson, Skandeborg AGF (33/61).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (88/317).
Teitur Örn Einarsson, Vfl Gummersbach (36/36).
Viggó Kristjánsson, Leipzig (59/165).

Hægra horn:
Birgir Már Birgisson, FH (0/0).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (42/130).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214).

Línumenn og vörn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (100/101).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HC (14/5).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (50/109).
Sveinn Jóhannsson, Kolstad (14/24).
Tjörvi Týr Gíslason, Bergischer HC (0/0).
Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (92/36).

Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 2. janúar og heldur liðið til Svíþjóðar 8. janúar. Liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki í gegn Svíþjóð 9. og 11. janúar í Kristianstad og Malmö áður en haldið verður til Zagreb í Króatíu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -