- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sóknarleikur var í öndvegi

Starri Friðriksson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna í sigri á HK á UMSK-mótinu í morgun. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Stjarnan lagði Aftureldingu með tveggja marka mun, 35:33, í upphafsleik 16. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í TM-höllinni í kvöld og tók þar með strikið upp í fjórða sæti deildarinnar. Garðabæjarliðið hefur nú 18 stig að loknum 16 leikjum og er aðeins stigi á eftir Aftureldingu.

Stjörnumenn voru með yfirhöndina frá upphafi til enda og höfðu m.a. tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:14.


Sigurinn var nokkuð öruggari en lokatölurnar gefa til kynna því Aftureldingarliðið skoraði þrjú síðustu mörkin í leiknum.


Varnarleikur og markvarsla var ekki aðal liðanna í TM-höllinni, ekki fremur en í tveimur fyrstu leikjum Olísdeildarinnar eftir að þráðurinn var tekinn upp á nýjan leik á síðasta fimmtudag eftir mánaðarhlé. Sóknarleikurinn var í öndvegi og segja má að menn hafi leikið við hvern sinn fingur, alltént margir. Blæ Hinrikssyni héldu t.d. ekki nokkur bönd. Hann skoraði 14 mörk í 18 skotum fyrir Aftureldingu sem er það mesta sem leikmaður hefur skoraði í einum leik í deildinni á leiktíðinni.


Starri Friðriksson hélt uppteknum hætti frá síðasta leik Stjörnunnar, gegn KA, 22. mars. Hann skoraði aftur níu mörk og reyndist Aftureldingarmönnum erfiður. Björgvin Þór Hólmgeirsson lék einnig vel svo ekki sé talað um fyrirliðann, Tandra Má Konráðsson sem geigaði ekki á skoti.


Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 9/4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 8, Tandri Már Konráðsson 6, Pétur Árni Hauksson 4, Dagur Gautason 4, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Hafþór Már Vignisson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 5/1, 14,3% – Sigurður Dan Óskarsson 1, 25%.
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 14/7, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5, Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Bergvin Þór Gíslason 4, Guðmundur Árni Ólafsson 3, Þrándur Gíslason Roth 2.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 7, 17,1% – Bjarki Snær Jónsson 0.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -