Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna stígur ekki Vínarvalsa í milliriðlakeppni Evrópumótsins næstu daga. Það féll úr leik í kvöld með 11 marka tapi fyrir Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið fylgdi Hollendingum eftir úr F-riðli mótsins, 30:19, voru lokatölurnar í leik þar sem Þjóðverjar voru sterkari í 45 mínútur. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 14:10 Þjóðverjum í vil sem fara stigalausir áfram og mæta Danmörku, Noregi, Sviss og Slóveníu í milliriðli sem hefst á fimmtudaginn.
Íslenska landsliðið hóf leikinn ágætlega og hafði frumkvæðið framan af. Fljótlega komu upp erfiðleikar í sóknarleiknum gegn sterkri þýskri vörn. Bakverðir þýska liðsins slógu vopnin úr höndum íslensku leikmannanna. Liðið skoraði aðeins fimm mörk á síðustu 20 mínútum hálfleiksins. Ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Hafdísar Renötudóttur markvarðar hefði staðan verið verri í hálfleik en 14:10.
Áfram var vandi í sóknarleiknum í síðari hálfleik. Perla Ruth Albertsdóttir skoraði annað mark Íslands í síðari hálfleik úr vítakasti eftir 12 mínútur, 18:12. Við ofjarl var að etja og fljótlega fór munurinn upp í 10 mörk.
Íslenska landsliðið lenti einfaldlega á vegg að þessu sinni. Ekki tókst að brjóta upp varnarleik þýska liðsins. Varnarleikurinn hélt ágætlega en það nægði ekki. Mistökin í sóknarleiknum gáfu þýska liðinu tækifæri til hraðra upphlaupa í síðari hálfleik.
Íslenska liðið er í 13 ár í þeirri stöðu um að leik úrslitaleik á stórmóti en allt frá viðureigninni við Rússa í 16-liða úrslitum á HM 2011 sem fór álíka illa. Eins súrt og það kann að hljóma þá má vona að liðið mæti reynslunni ríkara á HM á næsta ári.
Mörk Íslands: Perla Ruth Albertsdóttir 6, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Andrea Jacobsen 1, Dana Björg Guðmundsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 6, 24% – Elín Jóna Þorsteinsdóttir 0.
Mörk Þýskalands: Nina Engel 7, Emily Bölk 5, Alina Grijseels 3, Alexia Hauf 3, Julia Behnke 3, Mareike Thomaier 2, Antje Döll 2, Jenny Behrend 2, Lisa Antl 1, Xenia Smits 1, Julia Maidhof 1.
Varin skot: Katharina Filter 10, 40% – Sarah Wachter 4, 50%.
Handbolti.is var í Ólympíuhöllinni og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.