- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sóknarleikurinn var katastrófa

Merki Kríu
- Auglýsing -

„Þetta var ekki gott í kvöld. Víkingur komst yfir 7:2 eftir um tíu mínútur og segja má að það forskot hafi okkur aldrei tekist að vinna upp þótt okkur tækist að nálgast þá í nokkur skipti. Munurinn var enn fimm mörk þegar tíu mínútur voru eftir,“ sagði Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu í samtali við handbolta.is í eftir níu marka tap Kríu fyrir Víkingi, 27:18, í Grill 66-deild karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld.


„Vörnin var í lagi og við fengum ekki mörg mörk á okkur úr uppstilltum leik. Það var sóknarleikurinn sem fór með þetta hjá okkur. Hann var katastrófa. Aðeins átján mörk skoruð, þar af skorar einn maður tíu mörk. Því miður var lítið gert í sóknarleiknum af því sem lagt var upp með. Því fór sem fór,“ sagði Lárus sem var skiljanlega vonsvikinn eftir að hafa fengið fimm stig úr þremur leikjum á undan gegn HK, Selfossi U og Fjölni.

„Það hefur verið stígandi í okkar leik og við unnið tvo og gert eitt jafntefli áður en að þessum leik kom. Engu að síður höfum við gengið ósáttir frá leikjunum. Við vorum komnir með níu marka forskot gegn HK en unnum með tveggja marka mun. Gegn Selfossi voru við með tíu marka forskot en unnum með sex marka mun og vorum fúlir. Gegn Fjölni vorum við þremur mörkum yfir þegar þrjár og hálf mínúta var eftir og leiknum lauk með jafntefli.


Við erum bara ekki nógu svalir þegar við náum góðri stöðu. Í dag skorum við þrjú fyrstu mörkin í síðari hálfleik og minnkum muninn í eitt mark. Í stað þess að jafna metin og komast yfir þá bregst eitthvað og við missum andstæðinginn fram úr okkur. Lausnin að vandanum liggur hjá okkur,“ sagði Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -