Glöggir áhorfendur og jafnvel þátttakendur í viðureign Fram og Stjörnunnar í meistarakeppni karla í handknattleik í gærkvöld söknuðu þess að ekki væri eftirlitsmaður á leiknum, eins og oft er viðureignum í liða í efstu deildum karla og kvenna á vegum HSÍ.
Reynir Stefánsson formaður dómaranefndar segir í svari til handbolta.is að það sé ekki regla að hafa eftirmann á leikjunum í Meistarakeppni karla og kvenna. Þess vegna hafi ekki verið frávik frá venjubundnu verklagi að ræða í gærkvöld á viðureign Fram og Stjörnunnar í Lambhagahöllinni. Um meðvitaða ákvörðun var að ræða af hálfu HSÍ að skipa ekki eftirlitsmann á leikinn.
Ranghugmynd að eftirlit sé á öllum leikjum
„Það hefur ekki alltaf verið eftirlitsmaður á Meistara meistara og það er ranghugmynd að eftirlit sé á öllum leikjum. Til dæmis eru eftirlitsmenn á um 80% leikja í Olís-deild karla, ekki þeim öllum. Í þessu tilviki tók HSÍ meðvitaða og upplýsta ákvörðun um að setja ekki eftirlitsmann á leikinn og er því ekki um neitt frávik frá venjubundnu verklagi að ræða,“ segir Reynir Stefánsson formaður dómaranefndar í skriflegu svari til handbolta.is.