- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Solberg nánast ýtir EM út af borðinu

Erna Solberg forsætisráðherra Noregs t.v. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir mikinn vafa leika á að Norðmenn geti orðið gestgjafar Evrópumóts kvenna í handknattleik í næsta mánuði. Nær útilokað væri við núverandi aðstæður að veita hópi fólks undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi, ekki síst þar sem um mjög fjölmennan hóp væri að ræða.

Vegna orða forsætisráðherrans sendi Handknattleikssamband Evrópu frá sér tilkynningu síðdegis þar sem segir að EHF ásamt handknattleikssamböndum Noregs og Danmerku vinni áfram náið við að leysa þau vandamál sem nú væru fyrir hendi vegna mismunandi reglna í löndunum tveimur sem verða gestgjafar mótsins. Undirstrikað er að ákvörðun EHF hvort mótin fari í báðum löndum eða í öðru þeirra liggi fyrir í síðasta lagi á þriðjudag.

Per Bertelsen, formaður danska handknattleikssambandsins, sagði í dag við TV2 í Danmörku að Danir gætu haldið mótið einir ef EHF færi fram á það. Hinsvegar væri málið ekki komið svo langt ennþá. Norðmenn væru enn inni í myndinni.

Eins og komið hefur fram hafa Norðmenn mun strangari reglur en Danir þegar kemur að sóttvörnum og komum erlendra ferðamanna inn í landið.
EM kvenna hefst 3. desember. Landslið sextán þjóða taka þátt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -