Íslandsmeistarar Vals bera höfuð og herðar yfir önnur lið og verða í efsta sæti Olísdeildar kvenna að lokinni leiktíðinni næsta vor, gangi spá forráðamanna liðanna í deildinni eftir. Valur mun hafa nokkra forystu. Haukum, undir stjórn Stefáns Arnarsonar, er spáð öðru sæti og deildar- og bikarmeistarar síðustu leiktíðar, ÍBV, hreppa þriðja sætið.
Nýliðum deildarinnar, Aftureldingu og ÍR, er spáð falli. Liðin mætast í fyrstu umferð á laugardaginn en nánar er hægt að líta yfir leiki 1. umferðar á hlekknum hér fyrir neðan.
Niðurstaða spárinnar hér að neðan var birt á kynningafundi Íslandsmótsins í handknattleik sem fram fór í hádeginu á Grand hóteli. Valur fékk 167 stig af 168 mögulegum.
Sæti: | Félag: | Stig: |
1. | Valur | 167 |
2. | Haukar | 139 |
3. | ÍBV | 137 |
4. | Fram | 121 |
5. | Stjarnan | 91 |
6. | KA/Þór | 80 |
7. | Afturelding | 54 |
8. | ÍR | 51 |
Spáin: Verður FH með yfirburði?
Spáin: ÍR talið hafa yfirburði í Grillinu
Spáin: Selfoss fer rakleitt upp aftur