- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spánn í undanúrslit eftir tvíframlengdan háspennuleik

Daniel Dujshebaev skoraði afar mikilvæg mörk fyrir Spánverja í leiknum við Noreg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Spánverjar mæta Dönum í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Þeir unnu Norðmenn í háspennu tvíframlengdum leik í Gdansk, 35:34. Daniel Dujshebaev skoraði sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum í hreint frábærum handboltaleik.


Noregur leikur við Ungverjaland í krossspili um sæti fimm til átta á föstudaginn í Stokkhólmi.


Norðmenn voru klaufar í lok venjulegs leiktíma. Þeir unnu boltann þegar 19 sekúndur voru eftir og þeir marki yfir, 25:24. Eftir að hafa lagt á ráðin með Jonas Wille þjálfara hófu norsku leikmennirnir sókn. Þeir tóku því rólega og meira að segja of rólega því fimm sekúndum fyrir leiksloka var töf dæmd á Kristian Bjørnsen. Spánverjar brunuðu fram þar sem Daniel Dujshebaev „hékk í sníkjunni“ og fékk boltann og jafnaði metin, 25:25, um leið og leiktíminn var á enda.

Framlengingarnar voru hnífjafnar og mátti vart á milli liðanna sjá. Jafnt var, 29:29, eftir fyrri framlenginguna.


Fyrrgreindur Bjørnsen gat síðan jafnað metin á síðustu sekúnum síðari framlengingar en Gonzalo Pérez de Vargas varði en þetta var eina skotið sem brást hjá Bjørnsen í leiknum en hann skoraði níu mörk.

Þetta var fyrsta tap Noregs á HM að þessu sinni.

Mörk Noregs: Kristian Bjørnsen 9, Sebastian Barthold 8, Christian O’Sullivan 4, Sander Sagosen 3, Harald Reinkind 3, Tobias Schjolberg Grøndahl 2, Magnus Abelvik Rød 2, Petter Øverby 2, Magnus Gullerud 1.
Mörk Spánar: Angel Fernandez Perez 7, Alex Dujshebaev 7, Joan Canellas 6, Adrian Figueras Trejo 5, Daniel Dujshebaev 5, Ferran Sole Sala 3, Kauldi Odriozola Yeregui 2.

HM 2023 – Dagskrá, 8-liða, undanúrslit og úrslit

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -