Spænska handknattleikssambandið neitaði að senda kvennalið sitt til Ísrael til leiks við landslið heimakvenna í undankeppni Evrópumótsins 2026. Til stóð að leikurinn færi fram í Tel Aviv 19. október. Eftir nokkrar vangaveltur hefur Handknattleikssamband Evrópu, EHF, ákveðið að viðureign Ísraels og Spánar fari fram í Bratislava í Slóvakíu.
Spænska handknattleikssambandið hefur fallist á mæta til leiks í Bratislava þremur dögum eftir viðureign við Grikki í fyrstu umferð riðlakeppninnar 16. október. Sú viðureign fer fram í Valencia á Spáni.
Auk Spánverja, Grikkja, Ísraels á Austurríki sæti í 6. riðli undankeppninnar.
Austurríki og Grikkland eiga að sækja Ísrael heim í mars og apríl á næsta ári. Yfirgæfandi líkur eru á að leikirnir fari fram í Evrópu eins og aðrir „heimaleikir“ lands- og félagsliða frá Ísrael á síðustu árum.