- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spiluðum eins og stórmót væri í húfi

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég er ánægður með liðið í leiknum, 25 marka sigur er ekkert hristur fram úr erminni jafnvel þótt við eigum að vera betri,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir stórsigur íslenska landsliðsins í handknattleik karla á Eistlendingum, 50:25, í fyrri umspilsleiknum um HM-sæti í Laugardalshöll í kvöld.

Af fullum þunga í 60 mínútur

„Menn mættu mjög einbeittir til leiks. Krafturinn í liðinu var stórkostlegur. Ég skynjaði það strax að mikið hungur væri í mönnum. Mér fannst menn spila eins og það væri í stórmót í húfi eins og það er. Ekki aðeins sýndum við að fram á að vera með betra lið heldur léku menn af fullum þunga í 60 mínútur. Strákarnir eiga mikið hrós skilið,“ sagði landsliðsþjálfarinn sæll og glaður með sitt lið sem var með 87% skotnýtingu í leiknum, þar af 96% í fyrri hálfleik þegar aðeins eitt skot geigaði.

Síðari viðureignin fer fram í Tallinn á laugardaginn og ljóst að pólskipti þurfa að koma í veg fyrir að íslenska landsliðið verði ekki á meðal þátttökuliða á HM 2025 sem fram fer í Danmörku, Noregi og Króatíu í janúar á næsta ári.

Sýnum fagmennsku og leikum vel

„Við verðum bara að nýta síðari leikinn eins og vel og við getum því samvera okkar þjálfaranna með leikmönnum er ekki löng. Þess vegna er mikilvægt að við leggjum vinnu í hvert verkefni. Það kemur ekki til greina að sýna skítaframmistöðu í síðari leiknum í Tallinn. Okkar markmið er að spila vel og vinna ytra. Sýnum fagmennsku og leikum vel. Vafalaust mun ég rúlla meira á liðinu en ég gerði í kvöld. Það var meðvitað að hreyfa liðið ekki of mikið. Mér fannst ganga vel og þess vegna langaði mig bara að ganga frá leiknum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson sem fer að öllum líkindum með sömu 16 leikmenn út til Tallinn og tóku þátt í leiknum í Laugardalshöll í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -