- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spurði hvort ég væri til í að koma út með kvöldfluginu

Darri Aronsson skokkar í MVM Dome í Búdapest í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfari hringdi í mig klukkan tvö í gær og spurði hvort ég væri til í að skella mér til Ungverjands með kvöldflugi og vera með á EM. Ég er bara fyrst og fremst þakklátur. Auðmýkt er mér efst í huga,“ sagði handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson úr Haukum við handbolta.is í dag áður en hann fór á sína fyrstu æfingu í MVM Dome í Búdapest í dag, rétt rúmlega sólarhring eftir að hann fékk símtalið frá Gunnari.

Darri á engan A-landsleik.

Fetar í fótspor foreldrana

„Það fór allt á fulla ferð, redda PCR prófi, pakka ofan í tösku og drífa sig svo suður á Keflavíkurflugvöll. Maður varð að hafa hraðar hendur. Þetta var skrautlegt. Ég er hinsvegar afar stoltur yfir að vera hér og geta fetað í fótspor foreldra minna sem bæði léku með landsliðinu í handbolta,” sagði Darri.

Foreldrar Darra, Aron Kristjánsson og Hulda Bjarnadóttir, léku með landsliðunum á sínum tíma auk þess sem Aron þjálfaði karlalandsliðið frá 2012 til 2016. Aron var í landsliðinu sem náði frábærum árangri á EM 2002, 4. sæti. Til viðbótar var móðurbróðurinn, Gústaf Bjarnason, í EM-liðinu 2000 og 2002.

Segir ekki nei við landsliðinu

Spurður út í þá áhættu að smitast af covid hér ytra í skiptum fyrir að leika með landsliðinu á EM sagði Darri það vera áhættu sem hann væri tilbúinn að taka. „ Ef það gerist þá verð ég að taka því. Heiðurinn að fá að leggjast á árar með landsliðinu á stórmóti tekur áhættunni fram. Ég hefði aldrei sagt nei við þessu tækifæri að fá að leika með íslenska landsliðinu á stórmóti,“ sagði Darri.


Leikur Íslands og Frakklands stóð yfir þegar Darri og Þráinn Orri voru á leiðinni út á flugvöll og eftir að komið var inn í flugstöðina.

Reyndum að fylgjast með

„Við reyndum að fylgjast með eins og við gátum og vorum báðir mjög stressaðir. Skyndilega voru strákarnir komnir sjö mörkum yfir. Við nánast trúðum ekki eigin augum. Þetta var magnað,“ sagði Darri Aronsson annar af tveimur nýjum liðsmönnum íslenska landsliðsins í handknattleik karla í Búdapest þegar handbolti.is hitti hann í dag.

Viðureign Íslands og Króatíu í 3. umferð milliriðlakeppninnar hefst klukkan 14.30 á morgun, mánudag. Óvíst er að einhverjir þeirra sem eru í einangrun losni úr henni fyrir leikinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -