- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðan batnar hjá Roland og félögum

Savukynas Gintaras, Roland Eradze og leikmenn Motor unnu í Nantes í gær. Mynd/Motor
- Auglýsing -

Enn vænkast hagur úkraínska meistaraliðsins Motor Zaporozhye í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, er markvarðaþjálfari liðsins og Gintaras Savukynas, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar og fleiri liða er þjálfari. Motor vann í kvöld PPD Zagreb á heimavelli, 29:25, og hefur þar með krækt í 10 stig eftir átta leiki í riðlinum. Motor situr í fjórða sæti og hefur jafn mörg stig og danska meistaraliðið Alaborg og er þremur stigum á undan Kiel. Motor og Kiel hafa hvort um sig leikið átta sinnum.

Zagreb-liðið er sem fyrr heillum horfið og án stiga í neðsta sæti.
Artem Kozakevych átti stórleik hjá Motor og skoraði 10 mörk. Viachaslu Bokhan var næstur með sjö mörk. Vlado Matanovic var markahæstur hjá króatíska liðinu með átta mörk.


Í A-riðli voru óvænt úrslit þegar Elverum vann Meshkov Brest frá Hvíta Rússlandi, 33:31, á heimavelli. Þetta var aðeins annar sigur norsku meistaranna í keppninni í vetur í átta leikjum.


Luc Abalo, Dominik Mathe og Alexander Blonz skoruðu fimm mörk hver fyrir Elverum. Vladimir Vranjes skoraði sjö mörk fyrir Brest og Marko Panic og Andrei Yurynok sex mörk hvor.


Fleiri voru leikirnir ekki í Meistaradeildinni í kvöld. Til stóð að Vive Kielce og Porto mættust í Póllandi en leiknum var frestað.

Staðan í A-riðli:
Vive Kielce 13(8), Flensburg 13(8), Meshkov Brest 9(9), PSG 6(6), Porto 6(8), Szeged 4(6), Elverum 4(8), Vardar 3(5).
Staðan í B-riðli:
Barcelona 16(8), Veszprém 13(8), Aalborg 10(9), Motor 10(8), Kiel 7(8), Nantes 4(6), Celje 2(8), Zagreb 0(7).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -