- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Staðan er alls ekkert frábær hjá mér“

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

„Staðan er alls ekkert frábær hjá mér. En það koma dagar sem eru þokkalegir,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka í samtali við RÚV. Aron Rafn hefur ekkert æft eða leikið með Haukum síðustu sex vikur eftir að hafa fengið bolta í höfuðið á æfingu. Um er að ræða þriðja alvarlega höfuðhöggið sem Aron Rafn verður fyrir á ferlinum. Haustið 2018 varð hann fyrst fyrir alvarlegum höfuðhöggi sem olli heilahristingi í leik með HSV Hamburg í Þýskalandi, þá nýkominn til félagsins.

Mjög ljósfælin

„Fyrstu 3–4 vikurnar var ég í raun bara rúmliggjandi og gat í raun bara ekki gert neitt. Svo er ég rosalega ljósfælinn og með mikinn svima,“ segir Aron Rafn ennfremur í fyrrgreindu viðtali við RÚV. Höggið sem hann fékk núna var að hans mati ekki þungt en kom á gagnaugað.


Aron Rafn segist taka einn dag í einu. Hann líti öðru hverju á æfingar til að hitta félaga sína. Eins hafi hann mætt á fundi með liðinu og með leikjum Hauka hefur hann fylgst vitanlega grannt með.

Lífið eftir handboltann

„En ég þarf að hugsa um fleira en handboltann. Það er víst líf eftir hann líka. Maður hefur alveg hugsað það hvort maður treysti sér inn á völlinn aftur þegar mér batnar. En ég vil alls ekki taka einhverja svoleiðis ákvörðun liggjandi uppi í rúmi einn með sjálfum sér í þrjár vikur og með alls konar hugsanir sem fljúga í gegnum kollinn,“ sagði Aron sem útilokar ekkert í sambandi við handboltann.

Þarf minna í hvert skipti

„Eins og læknarnir segja þá þarf alltaf minna til þegar maður er búinn að fá einn heilahristing er í raun alltaf styttra í næsta. Það þarf nefnilega alltaf minna högg í hvert skipti,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson í samtali við RÚV.

Viðtalið í heild sinni er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -