- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðfest að Viktor Gísli fari til Wisła Płock í sumar

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður flytur til Póllands í sumar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik karla leikur með pólska meistaraliðinu Orlen Wisła Płock á næsta keppnistímabili. Pólska liðið hefur leyst Viktor Gísla undan samningi við Nantes í Frakklandi. Brottför Viktors Gísla frá Nantes er staðfest á heimasíðu Nantes í morgun þar sem honum er þakkað fyrir árin tvö.

Uppfærð frétt: Koma Viktors Gísla er staðfest á heimasíðu Orlen Wisła Płock. Þar kemur fram að félagið hafi gert eins árs samning við við Viktor Gísla.

Í byrjun þessa mánaðar bárust fregnir frá Póllandi um að Orlen Wisła Płock ætluðu að krækja í Viktor Gísla sem var samningsbundinn Nantes fram á mitt árið 2025. Nú virðist sú hafa orðið raunin.

Orlen Wisła Płock var pólskur meistari í vor og rauf 13 ára einokun Industria Kielce á meistaratitlinum.

Viktor Gísli verður fyrsti íslenski handknattleiksmaðurinn til að leika með Orlen Wisła Płock og aðeins sá fjórði til þess að leika í Póllandi. Hinir eru Þórir Ólafsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson sem allir hafa leikið með Industria Kielce og er sá síðastnefndi enn hjá félaginu.

Viktor Gísli er kynntur til leiks hjá félaginu með þessu sérstaka myndskeiði:

Karlar – helstu félagaskipti 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -