Landsliðskonan og leikmaður Fram, Steinunn Björnsdóttir, var valin besti leikmaður Ragnarsmótsins í handknattleik sem lauk á Selfossi í gær. Eins og kom fram á handbolta.is í gær þá unnu Steinunn og samherjar öruggan sigur í öllum þremur leikjum mótsins og stóðu uppi sem sigurvegarar.
Lið Selfoss hafnaði í öðru sæti. ÍBV varð í þriðja sæti eftir sigur á Stjörnunni í fyrri leik mótsins í gær.
Steinunn var ekki aðeins valin besti leikmaður mótsins heldur var hún einnig markahæst með 24 mörk í þremur leikjum.
Samherji Steinunnar, Perla Ruth Albertsdóttir, þótti skara fram úr öðrum varnarmönnum á mótinu og fékk viðurkenningu í mótslok.
Darija Zecevic markvörður Stjörnunnar var valin besti markvörður Ragnarsmótsins og Katla María Magnúsdóttir, Selfossi, hlaut viðurkenningu fyrir að vera að vera valin besti sóknarmaður mótsins.
Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri. Því miður var Zecevic ekki á staðnum þegar viðurkenningarnar voru afhentar að loknum síðari leik mótsins í gær sem var á milli Selfoss og Fram.
Lokastaðan:
Fram | 3 | 3 | 0 | 0 | 96 – 69 | 6 |
Selfoss | 3 | 1 | 1 | 1 | 77 – 86 | 3 |
ÍBV | 3 | 0 | 2 | 1 | 80 – 82 | 2 |
Stjarnan | 3 | 0 | 1 | 2 | 61 – 77 | 1 |