- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stelpurnar eru lagðar af stað til Norður-Makedóníu

- Auglýsing -

U19 ára landslið kvenna í handknattleik hélt af landi brott í morgun áleiðis til Skopje í Norður-Makedóníu þar sem fyrir dyrum stendur að taka þátt í B-deild Evrópumótsins í handknattleik. Flautað verður til leiks á laugardaginn og verður landslið Hvíta-Rússlands fyrsti andstæðingur íslenska liðsins.


Auk Íslands og Hvíta-Rússlands eru lið Finnlands og Póllands í riðlinum. Mótið stendur yfir til 18. júlí.


Þessi sami árgangur hafnaði í öðru sæti í B-deild Evrópumóts U17 ára liða fyrir tveimur árum.


Íslenski hópurinn hefur æft að krafti síðustu daga og vikur undir stjórn Díönu Guðjónsdóttur, Magnúsar Stefánssonar og Guðmundar Helga Pálssonar. Díana og Guðmundur fóru út með hópnum.

Handbolti.is mun eftir megni fylgjast með liðinu á meðan mótið stendur yfir.

U19 ára landsliðið við brottför frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Mynd/HSÍ


Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir, HK.
Ólöf Maren Bjarnadóttir, KA/Þór.
Signý Pála Pálsdóttir, Val.
Aðrir leikmenn:
Anna Marý Jónsdóttir, KA/Þór.
Ásthildur Bertha Bjarkadóttir, Stjörnunni.
Bríet Ómarsdóttir, ÍBV.
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val.
Emilía Ósk Steinarsdóttir, FH.
Hanna Karen Ólafsdóttir, Val.
Ída Margrét Stefánsdóttir, Val.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK.
Júlía Sóley Björnsdóttir, KA/Þór.
Katrín Helga Sigurbergsdóttir, Gróttu.
Katrín Tinna Jensdóttir, Volda.
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór.
Sara Katrín Gunnarsdóttir, HK.
Varamenn:
Aníta Björk Valgeirsdóttir, ÍBV.
Margrét Castillo, Fram.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -