- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stiven skoraði níu mörk í heimsókn til Braga

Stiven Tobar Valenica leikmaður Benfica. Mynd/Benfica
- Auglýsing -

Stiven Tobar Valencia fór á kostum með liði sínu Benfica þegar það vann ABC de Braga, 38:28, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Stiven Tobar skoraði 9 mörk í 10 skotum og var markahæsti leikmaður Benfica. Hann skoraði einu sinni oftar en Þjóðverjinn Ole Rahmel.

Stigi á eftir Porto

Sigur Benfica var afar öruggur en forskot liðsins var sjö mörk þegar fyrri hálfleikur var að enda, 21:14. Benfica er í þriðja sæti deildarinnar með 52 stig eftir 20 leiki, aðeins stigi á eftir meisturum Porto sem töpuðu í síðustu viku fyrir ABC de Braga. Braga liðið er í fjórða sæti.

Tuttugu sigurleikir

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting hafa áfram yfirburði í portúgölsku 1. deildinni. Þeir hafa unnið allar 20 viðureignir sínar til þessa. Síðast í gær vann Sporting liðsmenn Vitória SC, 42:25, í Lissabon.

Var ekki með

Orri Freyr tók ekki þátt í leiknum og sömu sögu má segja um annan Costabróðurinn. Mikið álag hefur verið á leikmönnum Sporting upp á síðkastið. Þar af leiðandi er ekki óeðlilegt að einhverjir þeirra sem borið hafa hitann og þungan upp á síðkastið fái að kasta mæðinni þegar tök eru á.

Auk þess að gera það gott heima fyrir hefur Sporting slegið í gegn í Evrópudeildinni og situr í efsta sæti 4. riðils 16-liða úrslita, m.a. eftir tvo sigurleiki á Füchse Berlin á síðustu vikum.

Stöðuna í portúgölsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -