- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan byrjaði af krafti

Lena Margrét Valdimarsdóttir skoðaði aðstæður hjá þýsku félagsliðsliði á dögunum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Stjarnan vann Íslandsmeistara Fram í upphafsleik Olísdeildar kvenna í handknattleik í TM-höllinni í kvöld, 26:20, eftir að hafa einnig verið með sex marka forskot eftir fyrri hálfleik, 13:7.


Sigur kemur e.t.v. á óvart í ljósi þess að Fram tók Stjörnuna í kennslustund á Ragnarsmótinu fyrir um hálfum mánuði. Hinsvegar var sigur Stjörnunnar sanngjarn. Liðið var yfir í leiknum nánast frá upphafi. Varnarleikurinn var góður, markvarslan hjá Dairu Zecevic til fyrirmyndar, ekki síst í fyrri hálfleik. Þá var ákveðni í sóknarleiknum og markvisst leikið.


Framliðið er mikið breytt og saknar greinilega hóps af leikmönnum sem annað hvort er hættur eða er frá keppni af öðrum ástæðum. Sóknarleikurinn var slakur frá upphafi til enda ef undan er skilin sæmilegur kafli upp úr miðjum síðari hálfleik þegar liðinu tókst að minnka forskot Stjörnunnar niður í fjögur mörk, 19:15.


Mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en öll kurl verða komin til grafar í Olísdeildinni eftir níu mánuði. Hvorugt liðið verður dæmt af frammistöðunni í kvöld. Víst er þó að Stjarnan kom aðeins á óvart.


Mörk Stjörnunnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir 6, Britney Cots 6, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Anna Karen Hansdóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 16, 44,4%.

Mörk Fram: Kristrún Steinþórsdóttir 5, Steinunn Björnsdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Tinna Valgerður Gísladóttir 1, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 13, 34,2%. Soffía Steingrímsdóttir 2, 66,6%.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -