- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan fór á toppinn – úrslit dagsins og staðan

Lena Margrét Valdimarsdóttir skoðaði aðstæður hjá þýsku félagsliðsliði á dögunum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Stjarnan komst í efsta sæti Olísdeildar kvenna í dag með stórsigri á neðsta liðinu, HK, 41:26, í TM-höllinni í 4. umferð. Stjarnan hefur þar með átta stig að loknum leikjunum fjórum og svo sannarlega hægt að segja að liðið hafi fengið draumabyrjun í deildarkeppninni. Sama verður því miður ekki sagt um hið unga lið HK sem enn er án stiga og miðað við síðustu þrjá leiki virðist geta orðið langt í að þeim skoli upp á land.


Lena Margrét Valdimarsdóttir átti stórleik í dag og skoraði 12 mörk fyrir Stjörnuna, aðeins eitt úr vítakasti. Aðeins tvö skot hennar geiguðu. Helena Rut Örvarsdóttir lék einnig firnavel, jafnt í vörn sem sókn, og skoraði átta mörk og átti einnig sex stoðsendingar. Daija Zecevic fór hamförum í marki Stjörnunnar einu sinni sem oftar.

Lokakaflinn var Framara

Valur er tveimur stigum á eftir Stjörnunni. Valur á leik til góða gegn ÍBV á miðvikudaginn í Eyjum. Fram er hinsvegar fjórum stigum á eftir Stjörnunni eftir sigur á Haukum í dag, 21:17.


Leikurinn var jafn í nærri 55 mínútur og Haukar sterkari framan af. Ekki síst var sóknarleikur Framliðsins slakur framan af og skoraði liðið ekki nema eitt mark á fyrstu 16 mínútunum. Margrét Einarsdóttir varði vel í mark Hauka en það afsakar samt ekki framgöngu Framara til að byrja með í Úlfarsárdal í dag.


Hafdís Renötudóttir var með 50% markvörslu í marki Fram og átti hún stærstan þáttinn í að Framliðinu tókst að brjóta Hauka á bak aftur á lokakaflanum.

Matea Lonac átti frábæran leik í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

KA/Þór færðist upp að hlið Fram og ÍBV með fjögur stig eftir öruggan sigur á nýliðum Selfoss, 27:22, í KA-heimilinu. KA/Þórsliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Matea Lonac markvörður átti stórleik í marki KA/Þórs, varði 20 skot, og lagði grunninn að öruggum sigri.

Staðan í Olísdeild kvenna.


Stjarnan – HK 41:26 (20:13).
Mörk Stjörnunnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir 12/1, Helena Rut Örvarsdóttir 8, Britney Cots 6, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Anna Karen Hansdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 3/2, Stefanía Theodórsdóttir 2, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.
Varin skot: Daija Zecevic 18, 45% – Elín Eyfjörð Ármannsdóttir 1, 25%.
Mörk HK: Embla Steindórsdóttir 7/2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 5/4, Sóley Ívarsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 4, Jóhanna Lind Jónasdóttir 2, Lenadra Náttsól Salvamoser 2, Margrét Guðmundsdóttir 2.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnesen 8, 20,5%.


Fram – Haukar 21:17 (7:8).
Mörk Fram: Madeleine Lindholm 5, Steinunn Björnsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Tamara Jovicevic 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 21.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Natasja Hammer 3, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarssdóttir 13.

KA/Þór – Selfoss 27:22 (16:13).
Mörk KA/Þórs: Hildur Lilja Jónsdóttir 5, Júlía Björnsdóttir 5, Aþena Einvarðsdóttir 4, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 2, Nathalia Soares Baliana 2.
Varin skot: Matea Lonac 20.
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 8, Rakel Guðjónsdóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Roberta Ivanauskaité 2, Tinna Soffía Traustadóttir 2, Kristín Una Hólmarsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 6, Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 3.


Alla tölfræði úr leikjunum er að finna hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -