Stjarnan heldur sæti sínu í Olísdeild kvenna í handknattleik eftir þriðja sigurinn á Aftureldingu í fjórum viðureignum í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna. Stjarnan vann viðureignina að Varmá í kvöld, 28:18, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 15:9.
Stjarnan tók strax völdin að Varmá. Liðið skoraði þrjú fyrstu mörkin áður en Mosfellingar náðu að svara fyrir sig. Um miðjan hálfleikinn var Stjarnan fjórum mörkum yfir, 8:4, og fimm mínútum síðar var forskotið sex mörk, 10:4. Sóknarleikur Aftureldingar var slakur. Lítið breyttist við að fara í sjö á sex.
Án þess að leika vel þá var Stjarnan með sex marka forskot í hálfleik, 15:9.
Afturelding skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu 20 mínútum síðari hálfleiks. Þar af leiðandi þurfti Stjarnan ekki stórleik til þess að vinna öruggan sigur.
Aftureldingarliðið hitti á einn sinn slakasta leik um langt skeið þegar mestu máli skipti, a.m.k. til þess að knýja fram oddaleik.
Stjarnan verðskuldaði að vinna einvígið þótt liðinu hafi ekki tekist að sýna sitt rétt andlit í kvöld.
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 5, Telma Rut Frímannsdóttir 2, Hulda Dagsdóttir 2, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Fanney Ösp Finnsdóttir 2, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 1, Áróra Eir Pálsdóttir 1, Ísabella Sól Huginsdóttir 1, Anna Katrín Bjarkadóttir 1, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 14, Saga Sif Gísladóttir 4.
Mörk Stjörnunnar: Anna Karen Hansdóttir 7, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Embla Steindórsdóttir 4, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 4, Vigdís Arna Hjartardóttir 2, Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Bryndís Hulda Ómarsdóttir 1, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 15, Aki Ueshima 3.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Handbolti.is var að Varmá og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.