- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjarnan vann þriðja leikinn og UMSK-mótið um leið

Stjarnan fagnar sigri á síðasta keppnistímabili. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Stjarnan fór með sigur úr býtum í UMSK-mótinu í handknattleik kvenna en liðið lék sinn þriðja og síðasta leik í kvöld og vann hann eins og tvo þá fyrri á mótinu. Stjarnan lauk þar með keppni með fullu húsi stiga og þótt hin liðin þrjú, Afturelding, Grótta og HK eigi eftir leiki þá eiga þau ekki möguleika á að jafna Stjörnuna að stigum.


Í kvöld vann Stjarnan nauman sigur á Grill66-deildarliði Gróttu, 25:24, í Mýrinni í Garðabæ. Lítið er vitað annað um viðureignina en að Gróttuliðinu tókst að veita Stjörnunni verðuga keppni að þessu sinni. Ljóst virðist að Gunnar Gunnarsson, sem tók við þjálfun Gróttu í sumar, virðist á réttri leið. Verður spennandi að fylgjast með keppninni í Grill66-deild kvenna á komandi leiktíð þar sem fimm öflug lið virðast til alls líkleg.


Enga tölfræði er að finna frá leiknum í Mýrinni í kvöld, ekkert frekar en af viðureign HK og Stjörnunnar í sama móti sem fram fór á þriðjudaginn og er ennþá með óskráð úrslit í mótakerfi Handknattleikssambands Íslands.


Staðan:

Stjarnan330088 – 806
Afturelding210155 – 582
Grótta100124 – 250
HK200256 – 600

Næsti leikur í UMSK-mótinu verður á þriðjudaginn þegar Grótta og HK mætast í Kórnum klukkan 17.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -