- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stóð ekki til að mæta til leiks fyrr en í febrúar

Stefán Rafn Sigurmannsson með Haukum í einu af úrslitaleikjunum við ÍBV í vor. Mynd/Kristján Orri Jóhansson, Olísdeildin
- Auglýsing -

„Ég fór í aðgerð á annarri öxlinni í haust og er rétt farinn að kasta bolta aftur. Ég er glaður með að hafa getað lagt mitt af mörkum til þess að hjálpa liðinu mínu til þess að ná í tvö stig,“ sagði Stefán Rafn Sigurmannsson hinn þrautreyndi leikmaður Hauka sem lék sinn fyrsta leik á tímabilinu á síðasta föstudag þegar Haukar lögðu HK-inga í Olísdeild karla.


Stefán Rafn sagði að aðgerðin hefði verið meiri en upphaflega hafi staðið til. Þess vegna hefur hann alveg misst af fyrri hluta keppnistímabilsins. Vonir Stefáns Rafns standa til að hann verði komin á fulla ferð þegar blásið verður til leiks í Olísdeildinni í byrjun febrúar að loknu Evrópumótinu. Einnig er markmið Stefáns að taka þátt í viðureigninni við Stjörnuna á fimmtudagskvöldið í lokaumferð deildarinnar fyrir jólaleyfi. Alltént vera til taks.

Vonandi í toppstandi

„Ég spilaði þennan leik við HK og verð sennilega með gegn Stjörnunni áður en ég fæ meiri tíma til að jafna mig fram í febrúar og mætir þá galvaskur til leiks. Vonandi verður öxlin þá komin í toppstand,“ sagði Stefán sem tók nokkrar æfingar með samherjum sínum áður en að leiknum við HK kom.

Svaraði kalli

„Markmið mitt var að koma inn í febrúar en vegna þess að við höfum verið í erfiðleikum upp á síðkastið þá var ekkert annað í boði en að mæta til leiks, svara kallinu og taka slaginn. Reyna að hjálpa liðinu eftir að þrír heltust úr lestinni í gær, daginn fyrir leikinn við HK.“

Stefán Rafn segir það hafa verið erfitt að fylgjast með gengi Hauka upp á síðkastið þegar hlutirnir hafi ekki gengið sem skyldi. „Svona er handboltinn, stundum eru hæðir en á milli lægðir. Við verðum að vinna saman að því að spyrna okkur upp frá botninum.“

Leggjast saman á árarnar

Spurður hverjar hann telji vera ástæðurnar fyrir að Haukar hafi ekki náð sér á strik segir Stefán Rafn þær vera af ýmsum toga.

„Við höfum ekki alveg fundið taktinn og svo hefur dregið úr sjálfstraustinu með fleiri tapleikjum. Við höfum verið langt undir getu. Eina sem við getum gert er að standa saman og leggjast saman á árarnar,“ sagði Stefán Rafn Sigurmannsson handknattleiksmaður hjá Haukum og fyrrverandi atvinnumaður í Danmörku, Ungverjalandi og í Þýskalandi í samtali við handbolta.is.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -