- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stoltur af liðinu en gæti ekki verið meira sammála Steina Arndal

Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs ræðir við leikmenn sína. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Halldór Örn Tryggvason þjálfari handknattleiksliðs Þórs var skiljanlega vonsvikinn þegar handbolti.is hitti hann í Fjölnishöllinni í kvöld eftir að Þór tapaði fyrir Fjölni, 24:23, í oddaleik um sæti í Olísdeildinni í handknattleik karla. Þór vann tvo af fyrstu þremur leikjunum en tapaði tveimur þeim síðustu, þar á meðal öðrum á heimavelli. Halldór Örn var ekki aðeins óánægður tapleikinn heldur einnig dómgæsluna sem hann sagði ekki hafa verið viðunandi af hálfu eins af bestu dómarapörum landsins.

Átta leikir – 5.000 km

„Ég er stoltur af strákunum og liðinu mínu. Við lögðum allt í þetta. Átta leikir í umspilinu eru að baki. Við höfum ferðast um fimm þúsund kílómetra og gert nánast allt sem þarf að gera. Þegar á hólminn er komið áttum við ágætis dag en við fengum hinsvegar ekki neitt í þessum leik.“

Dómgæslan hreinlega ekki boðleg

„Ég gæti ekki verið meira sammála Steina vini mínum Arndal þjálfara FH en akkúrat á þessari stundu. Oft var dómgæslan hreinlega ekki boðleg. Ruðningsdómar, skrefadómar, víti öðrum megin er ekkert hinum megin. Línan var engin,“ sagði Halldór Örn sem var ekki sáttur við frammistöðu Svavars Ólafs Péturssonar og Sigurðar Hjartar Þrastarsonar sem dæmdu oddaleikinn í Fjölnishöllinni.

Ég er orðlaus

„Því miður þá verð ég að segja þetta eftir að hafa haldið aftur af mér í allan vetur. Þetta er ekki boðlegt. Sama var til dæmis upp á teningnum í leiknum fyrir norðan í byrjun vikunnar. Ég er orðalaus,“ sagði Halldór Örn og nefndi sem dæmi að einn leikmanna hans hafi náð frákasti undir lok leiksins en boltinn var dæmdur ranglega af honum að mati Halldórs.

„Það var dómur sem skipti sköpum. Í framhaldinu var leikmanninum vikið af leikvelli fyrir að sýna smá tilfinningar. Það er bara hreinlega bannað að sýna tilfinningar í leikjum nú orðið, því miður.“

Hallaði verulega á okkur

„Ég er bara mjög sár og reiður núna og að vera ekki einu sinni virtur viðlits af einu besta dómarapari landsins,“ sagði Halldór Örn sem var heitt í hamsi þegar handbolti.is rabbaði við hann.

„Kannski segi ég eitthvað sem ég á eftir að sjá eftir að hafa sagt. Þeir reyna sitt besta eins og við en mér fannst halla verulega á okkur,“ sagði Halldór Örn.

Áttum að vinna heimaleikinn

„Að öðru leyti óska ég Fjölni til hamingju og þakka þeim fyrir frábæra seríu. Við áttum að vinna leikinn fyrir norðan á mánudaginn og ljúka einvíginu þar. Svona eru bara íþróttirnar,“ sagði Halldór Örn sem ítrekaði stolt sitt með liðið og leikmennina og spurði að lokum:

„Finnið annað lið hér á landi sem tilbúið að leggja jafn mikið á sig og Þórsliði hefur gert í vetur og á síðustu vikum?,“ sagði Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs í samtali við handbolta.is í Fjölnishöllinni í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -