- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Stoltur af stelpunum“

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals fagnar einum að sigrum liðsins. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Ég er mjög stoltur af stelpunum fyrir að hafa tryggt sér deildarmeistaratitilinn þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Liðið hefur spilað feikilega vel allt tímabilið enda erum við góðan hóp, sterka liðsheild. Margar leggja í púkkið, hvort sem það var í dag eða í öðrum leikjum tímabilsins,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari kvennaliðs Vals eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Olísdeild kvenna í dag eftir sigur á Stjörnunni í 19. umferð í Mýrinni, 31:27.

Sanngjarnt hjá okkur

Valur hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu og hefur fyrir vikið gott forskot á næstu lið þegar endasprettur deildarinnar nálgast.

„Ég held að enginn vafi leiki á að það er sanngjarnt að deildarmeistaratitillinn falli okkur í skaut. Við höfum aðeins lotið í lægra haldi í einum leik af nítján til þessa. Heilt yfir höfum við verið með besta liðið í vetur þrátt fyrir að hafa misst út leikmenn, meðal annars rétt fyrir mót. Aðrir leikmenn stigu upp í staðinn og þéttu raðirnar auk þess sem yngri leikmenn hafa tekið framförum. Spilamennska okkar hefur á köflum verið mjög góð,“ sagði Ágúst Þór ennfremur.

Bikarkeppnin framundan

Valsliðið fær ekki langan tíma til þess að fagna því eftir hálfa aðra viku verður leikið til undanúrslita í Poweradebikarnum þar sem liðið mun vera í eldlínunni.

„Nú tekur við stutt hlé áður en kemur að bikarnum. Við ætlum líka að reyna að standa okkur vel í bikarnum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals við handbolta.is eftir að deildarmeistaratitilinn í Olísdeild kvenna var innsiglaður í dag.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -