- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stoltur yfir því að okkur tókst að svara fyrir okkur

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik verður fengin að komast heim til Vestmannaeyjar eftir annasamar vikur í Noregi og í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Við getum lært helling af leiknum í gær. Meðal annars að við fengum alltof mörg auðveld mörk á okkur á fyrstu 10 mínútunum þegar Slóvenar hlupu á okkur. Eftir það komum við mjög vel til baka. Ég er mjög stoltur af því hvernig við komum til baka og svörum fyrir okkur,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik spurður í dag hvaða lærdóm landsliðið geti dregið af fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu í gær, gegn Slóvenum. Leikurinn tapaðist 30:24, en munurinn var kominn niður í eitt mark um tíma í síðari hálfleik.

Sætti mig seint við tap

„Okkur tókst nánast að halda út. Ég sætti mig seint við að tapa en það er auðveldara að bíta í súra eplið þegar maður finnur að allir leggja sig fram og reyna að gera sitt besta. Mér finnst sex marka tap ekki gefa rétt mynd af heildarframmistöðunni og ég er hundfúll með þann mikla mun sem var þegar upp var staðið,“ sagði Arnar ennfremur þegar handbolti.is hitti hann stuttlega að máli í hádeginu í dag á hótelinu sem landsliðið býr á í Stafangri.

Að komast í gegnum hindrun

„Við fengum tækifæri til þess að jafna metin þegar kom var fram í miðjan síðari hálfleikinn en náðum því ekki. Við verðum að leita skýringa á því og læra að komast í gegnum þá hindrun sem við stóðum frammi fyrir þegar við áttum þess að jafna, það er af hverju tókst okkur ekki að jafna og sjá þá hvaða áhrif það hefði á okkur og á andstæðingin.

Endinn var líkur upphafinu

Segja má að síðustu mínúturnar hafi þróast eins og fyrstu 10 mínúturnar. Við fórum ef til vill of mikið út í að flýta okkur og misstum þar með stöðuna úr höndum okkar. Því fór sem fór,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik.

HM kvenna ´23 – úrslit leikjadagskrá, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -