- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stöndum á meðan stætt er

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands Alfreð Gíslason, KR, setti markamet 1982, sem stendur enn. Skoraði 21 mark í leik gegn KA í Laugardalshöllinni. Mynd/EPA

Stöndum meðan stætt er, segja forráðamenn þýska landsliðsins í kvöld sem hafa ekki í hyggju að draga landsliðið úr keppni þrátt fyrir að á annan tug leikmanna hafi smitast af covid eftir að keppni hófst á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi.

Þrír greindust smitaðir í dag og þegar þessi frétt er skrifuð seint á miðvikudagskvöldi þá standa 13 leikmenn eftir ósmitaðir, þar af einn markvörður. Skyttan Paul Drux er tilbúinn að hlaupa í skarðið sem markvörður. Fjórir af fimm markvörðum á 35 manna listanum hafa greinst smitaðir af covid.

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari, hefur þegar orðið að leita út fyrir 35 manna leikmannalistann sem hann valdi í byrjun desember.

Í ljósi aðstæðna ákvað Handknattleikssamband Evrópu í byrjun þessa mánaðar að heimilt yrði að kalla til leikmenn utan fyrrgreinds lista til að bjarga málum.

“Ef fram heldur sem horfir þá verð ég tilneyddur til þess að tefla fram leikmönnum sem ég hef aldrei unnið með,” hefur TV2 í Danmörku eftir Alfreð í dag.

Tobias Reichmann, David Schmidt og Lukas Stutzke voru boðaðir til leiks í dag til að fylla í skörðin. Þeir eru væntanlegir til Bratislava í nótt og fara rakleitt í PCR próf áður en þeir fá að koma til móts við félaga sína í þýska landsliðinu.


Þjóðverjar leika við Evrópumeistara Spánar á morgun í fyrstu umferð milliriðils tvö.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -