- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórkostlegur leikur Elínar Klöru – Fram vann ÍBV og Selfoss hafði sætaskipti

Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, skoraði helming marka liðsins í kvöld gegn ÍR. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði 14 mörk, helming marka Hauka, þegar liðið vann ÍR, 28:20, í sjöttu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Ekki aðeins skoraði landsliðskonan 14 mörk heldur geigaði hún ekki á einu skoti í leiknum sem er hreint ótrúlegur árangur. Fjögur markanna skoraði Elín Klara úr vítaköstum.

Hún mætir þar með galvösk til landsliðsæfinga á næstu dögum þegar undirbúningur hefst fyrir vináttuleiki við Pólverja sem fram eiga að fara um aðra helgi.

Haukar réðu lögum og lofum í síðari hálfleik gegn ÍR í kvöld. Auk Elínar Klöru var Sara Sif Helgadóttir frábær í marki liðsins.

Zecevic átti stórleik

Fram er áfram í öðru sæti Olísdeildar kvenna, stigi fyrir ofan Hauka. Fram vann ÍBV örugglega í Lambhagahöllinni í kvöld, 29:20. Framliðið reis upp á afturfæturna eftir slakan leik, ekki síst í sókninni, gegn ÍR á laugardaginn. Einnig skipti miklu máli að Darija Zecevic sýndi sínar bestu hliðar í markinu eins og hún gerir svo oft gegn sínu fyrrverandi liði. Zecevic var með yfir 50% markvörslu í kvöld.

Marta Wawrzykowska, markvörður ÍBV stóð Zecevic ekki langt að baki en Wawrzykowska og félagar voru skrefi á eftir frá byrjun til enda í kvöld, m.a. var sex marka munur þegar fyrri hálfleikur var að baki, 15:9.

Selfoss hafði sætaskipti við Stjörnuna og færðist upp í fimmta sæti með öruggum sigri í Hekluhöllinni í Garðabæ, 25:19. Einnig í þeirri viðureign höfðu markverðir liðanna sig töluvert í frammi.

Síðasti leikur Olísdeildar fyrir nærri tveggja vikna hlé fer fram á föstudaginn þegar nýliðar Gróttu fá Íslandsmeistara Vals í heimsókn í Hertzhöllina.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Fram – ÍBV 29:20 (15:9).
Mörk Fram: Alfa Brá Hagalín 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 3/1, Íris Anna Gísladóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 20, 55,6% – Ethel Gyða Bjarnasen 2, 33,3%.
Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 4/1, Sunna Jónsdóttir 4, Birna María Unnarsdóttir 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2, Britney Emilie Florianne Cots 2, Margrét Björg Castillo 2, Birna Dís Sigurðardóttir 1, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 16, 41% – Ólöf Maren Bjarnadóttir 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Haukar – ÍR 28:20 (12:10).
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 14/4, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Sara Odden 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 17/1, 45,9%.
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 6/1, Karen Tinna Demian 4, Vaka Líf Kristinsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Hildur María Leifsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 9, 25%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Stjarnan – Selfoss 19:25 (9:13).
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 5/1, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Vigdís Arna Hjartardóttir 4, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 2, Bryndís Hulda Ómarsdóttir 2.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 16/1, 39%.
Mörk Selfoss: Harpa Valey Gylfadóttir 8, Perla Ruth Albertsdóttir 5/1, Hulda Dís Þrastardóttir 4, Katla María Magnúsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Eva Lind Tyrfingsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Linnea Hermansson 13, 40,6%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -