- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórleikur Bjarka Más dugði ekki

Bjarki Már Elísson leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Stórleikur Bjarka Más Elísson dugði Lemgo ekki til sigur á MT Melsungen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Bjarki Már skoraði 11 mörk, þar af sex úr vítaköstum, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar fyrir þremur vikum. Þá hafði Lemgo betur en í dag sneru liðsmenn MT Melsungen við blaðinu og unnu með tveggja marka mun, 30:28, á heimavelli Lemgo.


Julus Kühn skoraði átta mörk fyrir Melsungen. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark fyrir Melsungen að þessu sinni.

Bjarki Már er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 232 mörk.

Guðmundur var ekki með


Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, var ekki við stjórnvölin hjá MT Melsungen í leiknum. Á heimasíðu félagsins segir að Guðmundur hafi farið heim til Ísland með skömmum fyrirvara af persónulegum ástæðum. Arjan Haenen aðstoðarþjálfari Melsungen hljóp í skarðið fyrir Guðmund.


Alexander Petersson var ekki í leikmannahópi Flensburg þegar liðið vann stórsigur á Nordhorn, 38:28, á heimavelli. Flensburg er stigi á eftir Kiel þegar tvær umferðir eru eftir. Kiel vann Ludwigshafen á útivelli í dag, 29:20.


GWD Minden steig skref í átt til þess að bjarga sér frá fallhættu með því að leggja Gunnar Stein Jónsson og samherja í Göppingen, 24:23. Gunnar Steinn skoraði eitt mark. Janus Daði Smárason er enn fjarri góðu gamni vegna axlarmeiðsla. Marcel Schiller skoraði sjö mörk fyrir Göppingen er þar með fimm mörkum á eftir Ómari Inga í keppni um markakóngstitilinn en Ómar Ingi er efstur með 254 mörk.


Loks vann Hannover-Burgdorf öruggan sigur á Tusem Essen, 30:26.


Staðan í þýsku 1. deildinni þegar tvær umferðir eru eftir óleiknar:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -