- Auglýsing -
Stórleikur Elínar Jónu Þorsteinsdóttur landsliðsmarkvarðar dugði Ringkøbing ekki til sigurs á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Elín Jóna varði 16 skot, þar af tvö vítaköst, þegar Horsens vann með tveggja marka mun á heimavelli, 24:22. Elín Jóna var með tæplega 42% hlutfallsmarkvörslu.
Ringkøbing var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:11. Liðið skoraði ekki mark í rúmlega sex mínútur leiksins. Þar með er Ringkøbing áfram í næsta neðsta sæti úrvalsdeildar þegar tvær umferðir eru eftir en eitt lið fellur beint úr deildinni. Fyrir nokkru er ljóst að Holstebro fellur en liðinu eru allar bjargir bannaðar.
Ringkøbing fer í umspilskeppni um að bjarga sér frá falli úr deildinni.
Steinunn Hansdóttir skoraði tvö mörk fyrir Skanderborg Håndbold þegar liðið tapaði fyrir Viborg á heimavelli, 27:23. Skanderborg er stigi fyrir ofan Ringkøbing í 12. sæti með 13 stig.
- Auglýsing -