- Auglýsing -
Stórleikur Eyjamannsins Elmars Erlingssonar dugði HSG Nordhorn-Lingen ekki til sigurs í heimsókn til Dessau-Rosslauer HV 06 í þýsku 2. deildinni í dag. Elmar skoraði níu mörk, þrjú þeirra úr vítaköstum auk fjögurra stoðsendinga og segja má að hann hafi verið allt í öllu í sóknarleiknum.
HSG Nordhorn-Lingen hefur ekki náð fram sínu besta í fyrstu leikjum tímabilsins og situr fyrir vikið í 15. sæti 2. deildar af 18 liðum með þrjú stig að loknum sex leikjum. Dessau-Rosslauer HV 06 er einu stigi ofar.
Bergischer HC er efst með 11 stig, stigi ofar en Ferndorf og tveimur stigum ofan en GWD Minden sem vann Essen í dag, 35:32.
- Auglýsing -