- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórleikur Hrafns skipti sköpum á Torfnesi

Leikmenn Vængja Júpiters biðu ósigur á heimavelli í kvöld. Mynd/Vængir Júpíters
- Auglýsing -

Vængir Júpíters unnu nýliðaslaginn í Grill 66-deild karla í kvöld þegar þeir sóttu liðsmenn Harðar á Ísafirði heim í íþróttahúsið Torfnesi, lokatölur, 27:23, eftir að fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 15:10, Vængjunum í vil.

Þetta var bara sterkur sigur af okkar hálfu á erfiðum útivelli,” sagði Arnór Ásgeirsson, annar þjálfari Vængja Júpíters við handbolta.is í kvöld þar sem hann var að leggja af stað suður með sveit sína eftir góða ferð til Ísafjarðar.

Leikmenn Harðar mættu gríðarlega grimmir til leiks en við náðum lengst af að halda þeim í fjögurra til fimm marka fjarlægð frá okkur en það þurfti yfirvegun og þolinmæði til að mæta áhlaupum þeirra,” sagði Arnór ennfremur og bætti við að ekki væri auðvelt að sækja stig til Ísafjarðar. Lettneskir leikmenn Harðar væri afar góðir og styrktu liðið mikið.

Hrafn Valdísarson, markvörður Vængja Júpíters, var maður leiksins. Hann var með 40% hlutfallsmarkvörslu og var öðrum fremur maðurinn á bak við gott forskot liðsins frá upphafi til enda.

Mörk Harðar: Raivis Gorbunovs 6, Guntis Pilpuks 5, Aleksa Stefanovic 3, Jón Ómar Gíslason 3, Tadeo Salduna 2, Daniel Adeleye 2, Sudario Cameiro 1, Hreinn Róbert Jónsson 1.

Mörk Vængja Júpíters: Andri Hjartar Grétarsson 7, Garðar B. Sigurjónsson 5, Jón Brynjar Björnsson 4, Aron Heiðar Guðmundsson 3, Gísli Steinar Valmundsson 2, Ragnar Áki Ragnarsson 2, Einar Örn Hilmarsson 1, Jóhann Gunnarsson 1, Albert Garðar Þráinsson 1, Finnur Jónsson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -