- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórleikur í kjölfar sóttkvíar

Arnór Þór Gunnarsson leikmaður Bergsicher HC. Mynd/Bergischer HC
- Auglýsing -

Arnór Þór Gunnarsson, sem losnaði ásamt samherjum sínum í Bergischer HC úr sóttkví á miðnætti, fór á kostum gegn Tusem Essen í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bergischer HC vann með tíu marka mun í Essen, 32:22. Arnór Þór var markahæsti leikmaður liðsins, skoraði sjö mörk og geigaði ekki á skoti. Fimm marka sinni skoraði Arnór Þór af vítalínunni.


Bergischer tók öll völd á leikvellinum strax í upphafi og var með sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:9. Bergischer HC situr í áttunda sæti deildarinnar eða 27 stig eftir 24 leiki en framundan er afar þétt leikjadagskrá hjá liðinu eins og Arnór Þór gat um í samtali við handbolta.is í gær.

Toppliðið í kröppum dansi

Alexander Petersson og félagar í Flensburg lentu í kröppum dansi í heimsókn sinni til Göppingen þar sem þeir töpuðu mikilvægu stigi í toppbaráttunni við ríkjandi meistara í Kiel. Flensburg náði öðru stiginu úr leiknum í Göppingen, 28:28, eftir að hafa verið fimm mörkum undir, 23:18, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka hafði Göppingen, með Gunnar Stein Jónsson innanborðs, fjögurra marka forskot, 26:22. Fimm mörk í röð frá leikmönnum Flensburg gjörbreyttu stöðunni og gerði lokasprettinn æsilega spennandi. Flensburg átti síðustu sókn leiksins en náði ekki að krækja í bæðin stigin þrátt fyrir ákafar tilraunir.


Á sama tíma vann Kiel liðsmenn Erlangen á útivelli, 31:25, og eru Kiel og Flensburg þar með jöfn að stigum þegar liðin eiga 12 leiki eftir hvort.
Hvorki Alexander né Gunnari Steini tókst að skora í leiknum.


Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá Lemgo með fimm mörk þegar liðið vann Wetzlar, 27:21, á heimavelli Wetzlar. Bjarki Már skoraði ekkert mark úr vítakasti að þessu sinni.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -