- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórleikur Sigvalda og Gísla fleytti þeim í úrvalsliðið – myndskeið

Sigvaldi Björn Guðjónsson fyrirliði Kolstad t.h. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Stórleikur Sigvalda Björns Guðjónssonar með norska meistaraliðinu Kolstad gegn Zagreb í Meistaradeild Evrópu á síðasta miðvikudag skilaði honum sæti í liði 3. umferðar keppninnar. Sigvaldi Björn skoraði 11 mörk í 13 skotum í fjögurra marka sigri Kolstad, 29:25, sem um leið var fyrsti sigur liðsins í keppninni á leiktíðinni.

Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með Magdeburg í gær gegn California Eagles á heimsmeistaramóti félagsliða í Kaíró í gær. Ljósmynd/EPA

Sömu sögu er að segja um Gísla Þorgeir Kristjánsson. Hann lék á als oddi þegar Magdeburg gerði jafntefli við Aalborg Håndbold, 33:33, í Álaborg. Hafnfirðingurinn kviki skoraði sjö mörk og átti fimm stoðsendingar.


Hér fyrir neðan er samantekt með þeim leikmönnum sem eru í liði 3. umferðar Meistaradeildar Evrópu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -