- Auglýsing -
Arnór Viðarsson skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar í öruggum sigri Bergischer HC á TV Großwallstadt, 36:23, í 2. deild þýska handknattleiksins á heimavelli í gærkvöld. Tjörvi Týr Gíslason skoraði eitt mark fyrir Bergischer og var einu sinni vikið af leikvelli.
Arnór Þór Gunnarsson þjálfar Bergischer HC ásamt Markus Pütz. Liðið hefur sex stiga forskot í efsta sæti deildarinnar þegar níu leikir eru eftir. GWD Minden er í öðru sæti og á leik til góða.
Bergischer HC féll naumlega úr efstu deild fyrir ári síðan.
Staðan í þýsku 2. deildinni:
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -