- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur hjá Sigvalda Birni og félögum

Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður og leikmaður norska meistaraliðsins Kolstad. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í norska meistaraliðinu Kolstad fóru af stað með látum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld þegar keppni hófst eftir nokkurra vikna hlé. Á heimavelli léku þeir sér að lánlausum leikmönnum Fjellhammer og unnu með 19 marka mun, 37:18, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 17:8.

Sigvaldi Björn skoraði þrjú mörk en mörkin 37 hjá meisturunum dreifðust á meðal leikmanna liðsins en margir stóðu í ströngu á nýliðnu Evrópumóti landsliða. Sander Sagosen skoraði m.a. fjögur mörk.

Kolstad er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 29 stig eftir 16 leiki. Elverum er næst á eftir með 26 stig. Elverum vann Drammen á sannfærandi hátt á heimavelli, 38:31.

Róbert Sigurðarson leikur með Drammen. Hann skoraði ekki enda eru kraftar hans fyrst og fremst nýttir til varnarleiks.

Hinn hálfíslenski Viktor Petersen Norberg skoraði eitt mark fyrir Drammen sem er í fjórða sæti með 22 stig, stigi á eftir ØIF Arendal Elite sem vann Bækkelaget í gær, 30:28.

Stöðuna í norsku úrvalsdeildinni og fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -